fimmtudagur, júlí 06, 2006

HM gaman

Það var hjartnæm stund þegar Luis Figo og Zinedine Zidane féllust í faðma eftir leikinn í gær, struku hnakka hvors annars og kysstust á ennin. Gott að sjá þegar vináttan nær lengra en sigur eða tap, en þeir tveir eru nú líka þroskaðir ávextir og því kannski æðrulausari en yngri strákarnir. Hápunktur leiksins var síðan þegar þeir skiptust í bróðerni á treyjum, en til þess að geta gert það þurfa þeir nefnilega fyrst að fara úr þeim.

Figo og Zidane á góðri stundu, en Figo er að sjálfsögðu minn maður.

Engin ummæli: