föstudagur, desember 08, 2006

Námið þessa dagana

“Heldur vildi ég fá eistu þín í lófann en þessa helgu dóma þína og gamlar minjar! Látum skera undan þér og ég skal halda á þeim, umvöfnum svínaskít!”

Yfir þessu hef ég legið síðan upplestrarfrí hófst. Að vísu í þessari útgáfu:

I wolde I hadde thy coillons in myn hond
In stide of relikes or of seintuarie.
Lat kutte hem of, I wol thee helpe hem carie;
They shul be shryned in an hogges toord!

Ennfremur:

"Mörg stúlkan stundi í dyngju sinni, af villtri þrá. (Hún hefði betur sofið.) En hann var skírlífur og enginn hórujagari, og sætari en blóm á hindberjarunna sem ber skæran ávöxt."

Eða:

Ful many a mayde, bright in bour,
They moorne for him paramour,
Whan hem were bet to slepe;
But he was chaast and no lecour,
And sweete as is the brembul flour
That bereth the rede hepe.

Þessar línur teljast til eins af höfuðritum heimsbókmentanna, hvorki meira né minna, og frægasta verk þjóðskálds Englendinga. Chaucer er mjög misskemmtilegur. Öðru hverju missi ég athyglina en oftast hef ég gaman af. Verst að þetta er klassískt dæmi um námsefni sem hægt væri að njóta mun betur ef ég þyrfti ekki að svitna yfir þessu í stresskasti vegna vanræskslu á misserinu. Sama, gamla sagan.

Engin ummæli: