sunnudagur, desember 03, 2006

Vinir

Þessa vikuna hef ég lagst í saknaðarkast og hugsað mikið til vina minna sem ég kynntist úti síðasta vetur. Þótt það sé skemmtilegt að eiga inni heimboð víða um lönd þá er líka svolítið dapurlegt að eiga nána vini sem munu aldrei verða hluti af nánasta umhverfi manns. Mig langar til að vinir mínir hér heima kynnist þeim og öfugt. Stundum langar mig líka óstjórnlega til að hlæja með þeim að einhverjum ómerkilegum einkabröndurum sem aðrir tengja lítið við. Sem betur fer á ég sitthvað af vídjóupptökum til orna mér við, eins og þetta frá South Dakota:


Ekki veit ég hvaðan Elise fékk þá flugu í kollinn að þetta vatn héti “Storage Lake” eins og hún segir þarna, en mér finnst alveg ógeðslega fyndið að rifja það upp. Hið rétta nafn var eitthvað allt, allt annað, enda Geymsluvatn frekar út úr kú.
Reyndar kemur það mér almennt í gott skap að hlusta á upptökur af Elise, því franski hreimurinn hennar er óborganlegur.

Good Times

Engin ummæli: