Eins og konur eiga að vera
Á síðu 38 í Fréttablaðinu í dag er sagt frá könnun sem leiddi í ljós að breskar konur séu með stærstu brjóstin en ítalskar þau minnstu. Ekki er tekið fram hver viðmiðunarhópurinn er; eru þær bresku með stærstu brjóstin í heiminum? Í Evrópu? Í hópi viðskiptavina Triumph undirfata? (Sem gerðu könnunina).
Niðurstaðan er allavega sú að yfir 50% breskra kvenna noti D-skálar, en tæp 70% ítalskra kvenna noti B-skálar. Fréttinni fylgir mynd af drottningunni sjálfri, Sophiu Loren og blaðamaður ályktar að hún sé “væntanlega ekki sátt við útkomu samlanda sinna”.
Það er náttúrulega alveg rétt, Sophia Loren ætti að skammast sín fyrir þessa arfaslæmu frammistöðu ítalskra kvenna. Þær ættu nú að sjá sóma sinn í því að gera eitthvað í málunum og láta stækka á sér brjóstin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli