miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Og kroppurinn blómstrar

Uppgötvun helgarinnar var hversu ótrúlega frábært það er að dýfa sér á kaf í ískalt saltvatn. Ég fór nefnilega á baðstofuna/spa-ið í Laugum á laugardaginn, en þar er m.a. að finna risastóra trétunnu sem er sumsé full af ísköldu saltvatni. Þetta virkaði alls ekki aðlaðandi á mig þar sem mér er meinilla við hlandvolgar sturtur og þoli illa við í köldum sundlaugum. Þá finnst mér betra að láta líða úr mér í heitum potti. Tunnan reyndist þó vera þvílíkt unaðstæki, því eftir að hafa mýkt sig rækilega upp í einhverjum mentol-gufuklefanum eða tropical sturtu var ekki bara þægilegt, heldur beinlínis gott að sökkva sér á kaf í tunnuna. Líkaminn allur stundi af vellíðan og það þrátt fyrir að dagurinn hafi byrjað með timburmönnum. Ég myndi því mæla með baðstofunni í Laugum fyrir alla, ef það kostaði ekki hálfan handlegg.

Laugar fá hinsvegar ekki hrós fyrir lista yfir opnunartíma á heimasíðu þeirra, þar sem stendur Húsinu lokar.

Engin ummæli: