Meira um "bad publicity"
Símsvari Glitnis:
"Góðan dag, þú ert komin í samband við Glitnir".
--------------------------
Og viðbót við færsluna hér að neðan: Yfirlýstur markhópur Coke Zero er víst karlmenn á aldrinum 15-35 ára. Ef ég væri sjálf karlmaður eldri en 15 ára þætti mér Vífilfell gera heldur lítið úr vitsmunum mínum með því að ætla að höfða svona til mín, enda er eins og slagorðin hafi verið þróuð af 14 ára smástrákum. Það er eins og Coke sé að forheimska sig til að fara niður á (áætlað) plan markhópsins. Ég trúi því varla að þroskaðir karlmenn sem komnir eru af gelgjunni hrífist með slagorðum eins og "Afhverju ekki konur og ZERO skoðanir?", "Af hverju ekki konur og ZERO bílpróf?" eða "Af hverju ekki stöðumælaverðir með ZERO prik í rassgatinu?".
En auðvitað er ég að falla í gryfjuna með því að pirra mig á þessari hallærisherferð og láta "ögrunina" ná til mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli