Í gegnum tíðina hefur mér þótt auglýsingataktík Coca Cola mjög vel heppnuð, sérstaklega í samanburði við aðalkeppinautinn. Pepsi byggir sínar herferðir gjarnan á því að fá súperstjörnur eins og Beckham og Britney til að vera andlit sitt útávið. Gegnumgangandi þema hjá Coke hefur hinsvegar verið samkennd og hópstemning með skilaboðunum “drekktu kók og njóttu þess hvað lífið er yndislegt”. Klöppum fyrir þeim auglýsingarnar fyrir Coke Light finnst mér t.d. alveg frábærar, að ógleymdri hilltop auglýsingunni sem er líklega með þeim frægari:
Með nýju Zero auglýsingunum finnst mér Coke hafa brugðist bogalistin, með hundleiðinlegri og jafnvel gelgjulegri nálgun. Þeim hefur ekki tekist að sannfæra mig um að Coke Zero muni gera líf mitt nokkuð yndislegra og mun ég því ekki eyða peningunum mínum í það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli