fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað

Ég hef miklar efasemdir um þessa safnútgáfu á verkum Halldórs Laxness með “nútímastafsetningu”. Þetta er víst tilraun til að höfða til ungs fólks sem stendur ógn af sérvisku Halldórs við að stafsetja, en ég held einhvern veginn að þeir sem þykjast ekki lesa bækurnar hans vegna stafsetningar sé fólk sem bæri hvort eð er ekki kennsl á rétta stafsetningu þótt hún biti það í slefandi neðri vörina. Treystirðu þér ekki til þess að lesa úngur í stað ungur? Bú-fokkín-húhú, haltu þig þá á Huga.is og vertu til friðs.

Annars hefðu þeir a.m.k. átt að hafa vit á að gefa bókina út eins og mánuði fyrr svo hún rataði í fermingarpakkana.

Beygingarmynd dagsins: einginn

Engin ummæli: