Húsin í borginni
Þessa dagana er veðrið sérlega fallegt í Reykjavíkinni og því ákváðum við Önni að fá okkur ferskt loft í hádeginu í dag. Við slógumst því í för með túristunum og kíktum upp í Hallgrímskirkjuturn, en þangað hef ég ekki farið í rúman áratug þótt ég búi í skugga hans. Reyndar er ég að mörgu leyti ekki nógu dugleg að nýta mér það sem mitt nánasta umhverfi hefur upp á að bjóða; t.d. hef ég algjörlega vanrækt að skoða Listasafn Einars Jónssonar sem er hérna hinum megin við hornið. Ég legg oft bílnum framan við höggmynda-
garðinn og gægist yfir grindverkið á leiðinni framhjá, en gef mér aldrei tíma til að kíkja inn. Þar verður næsta blíðviðrisdegi varið.
Þegar ég leit yfir Reykjavík í dag af hæsta punkti fann ég fyrir því hvað mig langar í fleiri stórhýsi í borgina. Mig langar að hafa almennilegt city-hverfi hérna, og þótt Borgartúnið sé að einhverju leyti vísir að slíku þá er það enn svo lágreist að maður kemur varla auga á það frá Hallgrímskirkju.
Ekki það að dúkkuhúsin séu ekki sæt. Mitt eigið hús er meira að segja svo lítið að það sést ekki þótt tekin sé mynd beint ofan á það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli