sunnudagur, júní 17, 2007

17.júní

Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi hátíðahaldanna á 17.júní og verið frekar þver gagnvart skemmtidagskránni sem þar er boðið upp á. Í dag hef ég hinsvegar verið að vinna við að skrifa um atburði dagsins og nú ber svo við að ég dauðsakna þess að hafa aldrei séð hátíðardagskrána á Austurvelli. Ég vildi að ég hefði vaknað snemma í stað þess að sofa úr mér stemningu næturinnar, og hlustað á Karlakór Reykjavíkur syngja þjóðsönginn og Ísland ögrum skorið. Afþví að það er fallegt.
Hvað sem því líður, beygingarmynd dagsins varð á vegi mínum í dag og er stórskemmtileg að vanda: nikkuballs

Engin ummæli: