sunnudagur, desember 09, 2007

Hin hörmulegu örlög Unu Sighvatsdóttur

Sem ég stend upp frá Fordbrydelsen, að deyja úr spenningi sem endranær á sunnudögskvöldum, verður mér hugsað til þess hversu erfitt það sé nú að þurfa að bíða í heilar 11 vikur eftir að komast að því hver myrti Nönnu Birk Larsen. Læðist þá að mér óþægilegur grunur. Ég hleyp að dagbókinni minni og tel sunnudagana með hnút í maganum. Og grunurinn er staðfestur: lokaþáttur Forbrydelsen verður sýndur daginn eftir að ég yfirgef landið og fer í þriggja mánaða bakpokaferðalag! Get ég beðið fram í júní eftir að komast að því hver drap Nönnu Birk Larsen? Það efast ég um. Er hægt að hala niður dönsku sjónvarpsefni á netinu? Ég ætla rétt að vona það.

Engin ummæli: