Bráðum
Ég verð í Kína á 23.ára afmælisdaginn minn. Það finnst mér alveg frábær tilhugsun. Mig hefur dreymt um að fara til Kína síðan ég las Villta Svani og Forboðnu borgina í gaggó. Sem er kannski ekkert rosalega langur tími. Tæp 10 ár. En það er ekki verra. Staðfestir bara að mér gengur vel að láta drauma mína rætast í stað þess að daga uppi. Lífið: vægi mikið.
Beygingarmynd dagsins: asahláka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli