Treyjan hans Davíðs
Já ég ætti kannski að útskýra þetta aðeins betur. Þetta var ekki myndlíking fyrir eitthvað annað og meira eða vísun í ástand þjóðarinnar, ég er ekki svo útséð. Málið var einfaldlega það að í sumar vorum við Önni í holli á eftir seðlabankastjóranum geðþekka í veiðibústaðnum Svarthöfða. Þegar heim var komið í lok helgarinnar reyndist Önni vera með ókunnug ullarnærföt í farteskinu og eina skýringin sú að þau hefðu verið skilin eftir í bústaðnum af fyrra holli og tekin í misgripum af okkur. Þetta var í sumar. Við sáum ekki ástæðu til að setja okkur í samband við seðlabankastjóra og kanna hvort hann saknaði ullarsettsins.
Í síðustu viku var mér svo eitthvað kalt upp í rúmi og fór fram úr í myrkrinu til að finna mér eitthvað hlýtt. Sem ég þreifaði fyrir mér greip ég þessa ullarnærtreyju og áttaði mig ekki á fyrr en morguninn eftir hvaða flík ég í raun klæddist. Það þurfti að skrúbba skinnið svolítið vel í sturtunni eftir þessa nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli