laugardagur, september 28, 2002

Ég steikti mér beikon og það festist við pönnuna og ég er ekki byrjuð á Njálu en hinsvegar er skítakuldi í húsinu og myrkur úti og enginn heima og enginn nennir að koma alla leið upp í Mosfellsveit að kíkja í heimsókn til Unu því þetta er svo djöfulli langt í burtu finnst fólki en ég fer þessa vegalengd á hverjum degi svo þau geta bara átt sig og sitt plebbanágrenni og svo festist ég yfir myndum á tilverunni af gellum dagsins og þær eru allar ljótar. Mér er kalt á höndunum.

Í hvaða rúmi á ég að sofa í nótt? Af nógu er að taka þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru horfninr e-ð út í buskann loksins þegar ég er heima í guð má vita hvaða tilgangi. Svo er mér kalt á nefinu líka.

Engin ummæli: