laugardagur, september 28, 2002

Nú er ég ein heima, tiltölulega nýkomin af fundi með ritstjórn Kvasis. Fínt fólk. Held samt að Birgir hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði þetta vera eins og að spjalla við útlendinga t.d. Dani. Þeir klæða sig öðruvísi, tala annað tungumál og eru bara e-n veginn öðruvísi í háttum, en fínt fólk þegar á reynir. Samt e-ð....

Ég nenni ekkert að gera í kvöld. Er eiginlega bara að bíða e.upplýsingum um hvort the Ö-man getur litið upp úr náminu og dvalið hjá mér, eða hvort ég eigi bara að steikja mér beikon og byrja á Njálu.

Mikið er ég glöð að vera ekki sjónvarpsþræll. Man þá daga þegar ég miðaði stundum áætlanir dagsins v.sjónvarpsdagskrána. Nú horfi ég varla á sjónvarp og sakna þess ekkert. Reyndar hef ég heyrt að That 70´s Show sé kominn aftur á dagskrá, ég gæti fallið á ný. Nema hvað þeir eru einmitt á fimmtudögum sem henta mér hvað best til að vinna.

Æji óttlega get ég verið leiðinleg. Farin að lesa Njálu.

Engin ummæli: