föstudagur, september 27, 2002

Nei nú hef ég tekið ákvörðun. Blogg er bara kjaftæði og ég hef ýmislegt annað betra við tíma minn að gera. Ef ég væri skynsöm og sjálfri mér samkvæm væri ég sofandi niðri í Cösu núna, eins og ég hafði ætlað leikfimitímanum í þegar ég vaknaði í morgun. (Kl.6:30 n.b.) Morguninn var annars ekki sérlega ánægjulegur. Eftir langa sturtu hafði ég hugsað mér að snæða staðgóðan morgunverð og smyrja mér gott nesti. Það gekk ekki eftir því ísskápurinn var tómur. Vona þó að foreldrarnir sjái sóma sinn´í því að fylla á hann fyrir kvöldið þar sem þau verða víst f.norðan um helgina.

Margrét vill meina að hægt sé að míga slysalaust í klósettskál í bullandi bóner. Ég tel mig vita að slíkt sé erfiðleikum bundið, þó að sjálfsögðu hafi ég ekki reynslu af slíku sjálf. En Frank og Markús fullyrða það líka og að því er ég best veit eru þeir báðir með typpi. Eitt sinn sem barn þurfti ég að pissa úti í þeirri guðsgrænu þar sem ekkert klósett var nálægt. Ég ákvað að halda í mér því ég óttaðist að köngulóin skriðið upp í rassinn á mér.

Í barnasjónvarpinu f.nokkrum árum var sýndur breskur þáttur sem hét Úrið hans Bernharðs. Bernharður var strákur sem átti ekki samleið með tímanum og var alltaf á síðustu stundu, þar til honum áskotnaðist úr sem gat stöðvað tímann. Mikið væri það hentug eign. Mér er bara ómögulegt að komast yfir allt sem ég vil gera (kannski vegna tímans sem ég eyði í internethangs).

Æji enska klára seinna.

Engin ummæli: