sunnudagur, október 06, 2002

Svo virðist sem ekkert húsgagn eigi sér fastan samastað á heimili mínu heldur eru þau á sífellu flakki um húsið vegna framkvæmdagleði foreldranna, sem lýkur þó aldrei nema til hálfs. Þegar ég kem heim í myrkrinu fæ ég óviðbúnar kommóður og tágastóla í fangið hvert sem ég stíg, þar sem áður var laust gólfpláss. Vegna þessa uppsker ég marga marbletti sem eiga engan rétt á sér.

Engin ummæli: