þriðjudagur, janúar 14, 2003

Faðir vorið á gotnesku (311-381)
Atta unsar þu in himinam, weihnai* namo þein, qimai þiudinassus** þeins, wairþai wilja þeins, swe in himina jah ana airþai; hlaif*** unsarana þana sinteinan gif uns himma daga, jah aflet uns þatei skulans sijaima, swaswe jah wies afletam þaim skulam unsaraim; jah ni briggais uns frastubnjai, ak lausei uns af þamma°° ubilin*°; unte þeina ist þiudangardi jah mahts jah wulþus*°° in aiwins*°*, amen.

* Að vilja
** Þjóðan = konungur =>konungsríki
*** hleifur = brauð
°° Því
*° illt
*°° dýrð
*°* æ. ei =>að eilífu


Þróun tungumála er svo sannarlega áhugaverð og uppruni þeirra forvitnilegur. Hvernig urðu tungumálin til? Hvernig var þróunin úr einföldu frummáli yfir í flókna tungu forskriftarmálfræði? Hvernig lærum við að tala? Hvers vegna geta dýr ekki tjáð sig á sama hátt og hversu fjarri því eru þau? Hvernig getur einstaklingur á einangruðum stað, þar sem enginn talar hans tungu og hann skilur ekkert í máli innfæddra, náð að gera sig skiljanlegan og jafnvel lært málið? Þessar vangaveltur eru skemmtilegar, en ég á erfiðast með að skilja hvernig menn komu sér saman um notkun orða eins og gúrka, nafli og Mururimi.

Engin ummæli: