mánudagur, janúar 06, 2003

Á fyrsta skóladegi vormisseris brutust út heitar umræður í 5.A sem endranær. Aðalhitamálið er nýtilkomið samræmt stúdentspróf í íslensku, sem við munum þreita þann 4.janúar 2004, strax eftir jólafrí. Sú ráðstöfun þykir frekar skítleg, en fyrst og fremst erum við ósátt við þetta nýja prófafyrirkomulag. Ég veit svo sem ekki hvernig námskráin verður löguð að þessu, en svo mikið veit ég að ekki sami háttur er á íslenskukennslu í öllum skólum. Sjáum til hvernig þetta verður framkvæmt.

Slæmur arkitektúr kom líka til tals og rifjaðist þá upp fyrir mér þegar ég sá í INNLITÚTLIT dr.Magga eða hvað hann heitir sem hannaði nýju viðbygginguna við Alþingishúsið. Vala Matt saup hveljur í glervirkinu þegar hann útskýrði að hugsunin bak við gluggana væri til að "allur lýðurinn þarna úti geti séð þú veist, og fylgst með öllu lýðræðinu sem er í gangi þarna inni."

Gaman dagsins:
Frank ABC afrekaði að fá stafsetningarvillu á stærðfræðiprófi.

Engin ummæli: