sunnudagur, janúar 05, 2003

Persónulegur örannáll ársins 2002

Skemmtilegasta tímabilið:
Herranótt, janúar-mars. Ein argandi gargandi snilld og yndislegheit.

Mannamót ársins:
Minnkur á röngunni hf. í húsi Franks ABC. Bullandi svall með játningum, einlægum kærleiksorðum, skandölum (en engum sandölum haha það var líka apríl), dramatík, veraldlegum vangaveltum og Monty Python. Allur pakkinn í einni goðsögn.

Leiðinlegasta tímabilið:
Júlí. Leiðinleg vinna, lélegt kaup, sjaldséðir vinir, fjarlæg fjölskylda og enginn Önni. Einmanaleiki, volæði og blöðrubólga.

Vonbrigði ársins:
Að þurfa að vinna kvöldið sem Önni kom af sjónum.

Áhyggjur ársins:
Peningar. Þó ekki mínir eigin.

Dugnaður ársins:
Að gömlum og rykföllnum metnaði endurheimtum tók ég mig á í skólanum að mörgu leyti.

Leti ársins:
Vanræktir vinir, á Íslandi sem erlendis, auk auðra dagbókarsíðna.

Adrenalín ársins:
Óskilgreindur kynferðisglæpur á Íþöku í vorprófum.

Gullmoli ársins:
4.A eins og hann lagði sig. Lifi minning hans að eilífu.

Fjölskylda ársins:
Fjölskyldan mín.

Uppgötvun ársins:
Ekkert er betra en að vakna við hlið manneskju sem ég elska, (égelskaégelskaégelskaégelska) vitandi að það er gagnkvæmt. Þrátt fyrir svitaklístur og morgunandfýlu.

Tilfinning ársins:
Væntumþykja gagnvart öllum þeim sem deila lífinu með mér. Takk.

Árið 2002 var mér gott á flestan hátt og eflaust mun ég minnast þess með söknuði á harðari tímum. 2003 leggst prýðisvel í mig og hefur fram að þessu verið með eindæmum ánægjulegt. Ég er bjartsýn og sátt.

Engin ummæli: