fimmtudagur, febrúar 27, 2003


Í gær fór ég með skeggjuðum lækni, enskumælandi nuddhomma og nýklipptum lögfræðingi á myndina Gangs of New York. Þar tekur Martin Scorscese einfalda grunnsögu fulla af klénum minnum og útfærir hana í mikið búningadrama í áhugaverðu sögulegu umhverfi sem er mér og eflaust flestum að mestu leyti ókunnugt. Þar gefur að líta marga stórgóða aukaleikara en Daniel Day Lewis er auðvitað senuþjófurinn. Ég minnist hans helst úr myndinni In the Name of the Father sem ég þorði ekki að horfa á í mörg ár því ég fékk alltaf sting í hjartað yfir treilernum. Maðurinn er annars algjör helvítis snillingur og ég hef mikinn hug á að sjá hann leika á sviði. Reyndar dauðlangar mig að fara í leikhús erlendis. Þá sérstaklega í Bretlandi. Leikhúsferð til London ahhh. Hvað sem því líður, Gangs of New York er töff mynd.

Fyrir aftan mig í Smárabíó sat á að giska 6 ára gömul stúlka á plastkolli milli foreldra sinna. Ég held það sé ekki heil brú í höfðinu á sumu fólki, að fara með lítinn krakka á svona ofbeldisfulla mynd.

Moli stærðfræðitímans:
Sigga Jó: "Uuuu hvað er að gerast þarna aftast?"
Helgi Hrafn: "Við erum að telja hús. Ég taldi 47 og Snæbjörn 41"

Engin ummæli: