mánudagur, mars 03, 2003

Enn af barnauppeldi
Við Önni fórum í bókamarkaðs-ísferð í Smáralind á sunnudaginn þar sem úði og grúði af foreldrum með börnin sín í beisli. (Allt í lagi við sáum þetta tvisvar) Er þetta ný uppeldslausn? Ég veit svo sem ekki hvort var óþægilegra á að horfa, börnin í ólunum eða agnarsmáu börnin sem óðu um sjálfala og sungu attikattinóa meðan foreldrarnir týndust inni í einhverri búðinni. Þau verða vanhæfir einstaklingar seinna meir annað en sómabörnin við Önni sem keyrðum heim og lékum okkur með eldspýtur á bílaplaninu. Ætlunin var að fylla bílinn reyk svo okkkur fylgdi dularfullt mist þegar við stigum út. Virkaði samt ekki alveg, reykurinn sat eftir inni.

Michael Jacson virðist vera endurkominn í tísku. Litla systir hlustar nú á Jackson 5 og Thriller og þær vinkonurnar ætla að dulbúast sem goðið á öskudag. Áróðursmyndin um daginn hefur þá ekki haft tilætluð áhrif. Enda var hún ekki merkilegur pappír þó efniviðurinn sé áhugaverður. Niðri í Cösu (Lifi Listafélagið) í dag sá ég hinsvegar afar vel unna og umdeilda heimildamynd Bowling for Columbine að nafni. Michael Moore kemst reyndar ekki að skýrri niðurstöðu í lokin enda erfitt að finna rót vænisýki Bandaríkjamanna og ofstæki þeirra í byssueignum, en umfjöllunin vekur áhrif og umhugsun. Viðar Pálsson komst vel að orði þegar hann sagði vandann ekki vera byssueignina sjálfa heldur hugarfar Bandaríkjamanna. Hann nefndi gott dæmi þegar hann bar saman skotárás í grunnskóla í Þýskalandi annars vegar, en í kjölfarið losuðu Þjóðverjar í umvörpum heimili sín við byssur, og í Bandaríkjunum hinsvegar þar sem þjóðin þusti út til að kaupa sér fleiri vopn. Þetta þykir mér athygliverður eðlismunur milli tveggja þjóða.

Engin ummæli: