þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Hér á eftir fer svokallaður "best of" -listi hluta sem fá ekki fulla viðurkenningu fyrir alla kosti sína. Tekinn saman af sjálfri mér.

Best of listi hluta sem fá ekki fulla viðurkenningu fyrir alla kosti sína

Ráðhús Reykjavíkur
Frábær aðstaða fyrir fólk sem kann illa við, en neyðist til að gangar örna sinna að heiman. Svo er vatnið svo kalt og ferskt.

Grundarstígur
Hér finnast nánast undantekningalaust bílastæði á morgnanna. Í þægilegri göngufjarlægð frá skólanum, bakaríinu og bandaríska sendiráðinu. Ekki hægt að biðja um meira.

Gamlir bensínstöðvakallar
Skilyrðislaus þjónusta, kurteisi og liðlegheit. Þeir eru hrein yndi og líka svo sætir.

Tölvur
Hin besta dægrastytting er að skafa uppsafnaða húðfitu af almenningslyklaborðum og taka um leið hið óhrekjandi sálfræðipróf "Hvaða munstur ert þú". Ég er rendur.

Gömul Andrésblöð
Fyndin og uppfull af skemmtilegum frösum. Heppinn lesandi gæti jafnvel rekist á Don Rosa, eða Carl Barks sögu. Henta vel sem lestrarefni á klósettinu, mogginn er í allt of stóru broti.

Skólaleikir
Skerpa einbeitinguna og æfa samhæfni handa og augna. Mæli með "Strokleðri kastað í penna stilltum upp af bekkjarfélaga og næsta borði fyrir framan" og "Strokleðri kastað í eyra bekkjarfélaga" að ógleymdum "Hári ruglað á bekkjarfélaga."

Sauna
Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi orsakar óhóflega svitaframleiðslu um leið og fæti er stigið inn í húsið. Úrval bóka, almennilegt starfsfólk, mikill sviti.

Engin ummæli: