miðvikudagur, mars 05, 2003

Eftir alla athyglina og umtalið fann ég mig knúna til að lesa Lovestar eftir Andra Snæ Magnason. Fyrstu 80 bls.eða svo leist mér ekki alveg á blikuna því þær eru nánast stanslaus upptalning af sniðugum hugmyndum og ég velti fyrir mér hvort bókin yrði öll svona. Inngangurinn er hinsvegar bara nauðsynleg kynning á heiminum eins og hann er í bókinni. Sagan verður sterkari og meira spennandi þegar líður á. Reyndar leið mér stundum eins og ég væri að lesa kvikmyndahandrit og hafði á tilfinningunni að Andri Snær hugsaði söguna dálítið eins og bíómynd. Eflaust væri hægt að vinna töff bíómynd upp úr þessari bók þar sem hún er mjög myndræn á köflum og uppfull af skemmtilega sniðugum pælingum og ádeilu. Mér fannst hún samt aðeins missa dampinn í endann sem er of hraður að mínu mati, lokahnykkurinn hefði getað komist betur til skila. Ég mæli samt með Lovestar sem áhugaverðri og skemmtilegri bók. Hún er auk þess mjög fljótlesin svo þið sem þykist ekki hafa tíma til að lesa hafið enga afsökun.

Beygingarmynd dagsins:
Kuðungnum

Engin ummæli: