mánudagur, mars 24, 2003

Á laugardaginn gaf ég Berglindi afmælisbarni tvær fallega innpakkaðar bækur. Pakkinn var svo girnilegur að ég tímdi varla að láta hann af hendi. Í dag keypti ég mér Meistarinn og margaríta e.Mikhaíl Bulgakov í Eymundsson og lét pakka henni inn. Svo opnaði ég pakkann inni á klósetti á Þjóðarbókhlöðunni. Það er gaman að opna pakka. Á síðasta afmælisdeginum mínum fékk ég enga pakka. Ekki einn einasta. Una pakkalausa. Pakkar eru fallegir. Pakkar eru til í mörgum litum og stærðum og gerðum. Svo er hægt að setja á þá skrautborða og ýmislegt snoturt. Það er bara næstum því liðið ár síðan hmmm. Fjórða apríl næstkomandi rennur upp annar afmælisdagur. Þá á ég, Una Sighvatsdóttir, afmæli. Í fyrra átti ég líka afmæli. Það var á fjórða apríl líka. Þá fékk ég enga pakka vissuð þið það? Ekki einn einasta. Mér finnst gaman að gefa pakka. Því þá geri ég aðra svo glaða. En mér finnst líka gaman að fá pakka. Því þá verð ég glöð. Pakkar eru gleðigjafar og þess vegna eru þeir sem gefa pakka líka gleðigjafar. Bráðum á ég afmæli var ég búin að minnast á það? Jájá, föstudaginn 4.apríl. Þá verð ég 18 ára gömul. Hugsa sér. Kannski ég sé orðin of gömul til að fá pakka? Svo er líka Morfís keppni á afmælisdaginn minn og það er eiginlega nógu stór gjöf. Mér finnst nefnilega svo gott að sjá aðra gleðjast. Næstum eins og þeir séu að fá pakka.

Beygingarmynd dagsins:

Bindindisins

Engin ummæli: