miðvikudagur, apríl 16, 2003

"Krókódíll, krókódíll; hvernig kemst ég yfir gullbrúna?"
"Eins og skopparakringla!!"
Úti við bergmálar barnahlátur,-hróð og köll. Mig langar að safna liði og fara út í leiki. Ég er mótfallin aldurstakmörkunum á slíkar skemmtanir, ég er ekki of gömul til að hafa gaman af brennó og einakrónu á blíðviðrisdögum. Kannski ég beiti nýtilkomnu valdi mínu og skipuleggi Leikjaselsferð 2003. Þeir sem hafa áhuga láti mig vita.

Annars virðist ég hafa kallað bölvun yfir Önundarson fjölskylduna í Garðabænum. Þar hefur geisað sótthiti og flæði óæskilegra líkamsvessa. Allt þetta má rekja til slappleika míns um helgina. Ég greip því á það ráð að stinga þaðan af og hanga með stúlkunum í sundi og við eldamennsku. Það var ljúft. Bókhlaðan er nú full af ókunnugu fólki sem þykist ætla að bjarga því sem bjargað verður í páskafríinu. Ég kann betur við mig þar í hópi fárra fastakúnna, nú drukkna gömlu góðu andlitin í asanum frá öllum hinum sem stela frá mér bestu sætunum.

Beygingarmynd dagsins: Ops

Engin ummæli: