föstudagur, apríl 11, 2003

Stefnumót hið fyrsta

Samvkæmt síðasta tölublaði Orðlaust þykir stefnumótakúltúrinn íslensk-ameríski flókin og ekki á hvers manns færi að halda rassinum í buxunum í því spili. Þar eru taldir upp kostir og ókostir ólíkra aðstæðna við fyrsta stefnumót. Fyrir litla vesalinga sem hugkvæmist ekki að skella sér á Bjarkartónleika í höllinni get ég skilið að þetta sé kannski vandamál. En örvæntið eigi, ég hef fundið heillavænlegustu lausnina. Hví ekki að skella sér á bingókvöld í Vinabæ? Kostirnir eru ótvíræðir:

1. Parið fær tækifæri til að tala saman, andstætt við t.d. í bíó.
2. Ef einhver hörgull er á umræðuefnum má alltaf ræða um gang mála á spjaldinu eða hæðast að útliti skrýtna fólksins með bingóspikið.
3. Báðir aðilar geta unnið sér inn prik hjá hinum með sígildum
bingóbröndurum eins og "Spjaldið mitt er nú bara bilað" eða
"Rosalega ert þú góð(ur) í bingó, hefur þú æft lengi?"
4. Ef annar aðilinn vinnur t.d. leikhúsmiða fyrir 2, út að borða eða
eitthvað slíkt, er sjálfkrafa komin góð forsenda fyrir að hittast aftur.
5. Ef hvorug/t/ur vinnur lítur annar aðilinn hinn með
þýðingarmiklu augnráði og segir spennuþrunginni röddu: "Óheppin í spilum, heppin í ástum!"

Þar hafið þið það kæru turtildúfur. Ástarhorni Unu verður nú lokað um stund.

Beygingarmynd dagsins: Dóstu

Engin ummæli: