miðvikudagur, apríl 09, 2003

Önundur kann nú að spila heil 4 lög á hið göfuga hljófæri píanó. Á því leikur enginn vafi að hann er undrabarn.

Ég skrapp á Nóa Albínóa um daginn. Í salnum voru um 50 manns á milli fimmtugs og sextugs og svo hún ég. Þar sem myndin er góð og skemmtileg er algjör synd hversu slæma aðsókn hún hefur fengið. Eldra fólk fer í bíó til að sjá íslenskar myndir en lætur það annars yfirleitt vera. Svo virðist hins vegar sem það sé rétt að Íslendingar hafi fengið "sæmt kvikmyndauppeldi" eins og það er orðað. Það þyrfti einhver góð bíómamma að taka við taumum til að hirta þetta lið og opna skynsamlegra flæði til nýrrar kynslóðar.

Engin ummæli: