miðvikudagur, apríl 02, 2003

VÆNISÝKI
Í síðustu viku gekk ég stuttan spöl frá bókhlöðu þjóðarinnar til Hins hússins. Klukkan var að ganga ellefu á fimmtudagskvöldi. Alla leiðina hugsaði ég um hvers konar menn gætu ráðist á mig, hvernig þeir myndu ráðast á mig, hvaðan þeir myndu ráðast á mig, hvers vegna þeir myndu ráðast á mig, hvernig ég ætti að verjast árás þeirra og hvað þeir myndu gera við mig ef varnir mínar mættu sín lítils. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er alvarlega vænisjúk. Ég væni umhverfi mitt á sjúklegan hátt um ofbeldi og misnotkun. Ég væni sífellt. Er alltaf að væna. Vænivænivæni. Í framhaldi af þessu stakk verndari minn upp á ástundun sjálfsvarnaríþróttar. Málið hefur verið tekið til athugunar.

Beygingarmynd dagsins...
...er að þessu sinni boðháttur annarrar persónu nútíðar sagnarinnar "að væna": Vænið

Engin ummæli: