sunnudagur, maí 25, 2003

París

Um þetta leyti á morgun ætti ég að lenda á Charles de Gaulle (Sjarls du gó) flugvelli í hinni rómuðu heimsborg. Jájá. Ég er dálítið hrædd við París og stressuð fyrir þessari ferð. Hlakka jafnframt til. Stefnan er að standa í Eiffelturninum annað kvöld, þar sem hann er staðsettur tiltölulega nálægt hótelinu okkar. Reynsluríkir Parísarfarar mega endilega deila einhverju nytsömu með mér í kommentakerfinu hér fyrir neðan. Hvað á að sjá, hvenær og þá kannski helst hvernig á að komast þangað. Þetta er allt gott að vita. Einhvers staðar heyrði ég að franskir karlmenn þvoi sér að meðaltali tvisvar í viku. Það er skemmtilegt. Ég var einu sinni með portúgölskum strák sem hélt að hann færi oftar í sturtu vegna þess að hann væri eldri en ég. Ekki vegna þess að loftslagið í hans landi ylli t.d. meiri svita. Skrýtin rökhugsun. Ég hef aldrei heillast sérlega mikið að suðrænu-sjarmörstýpunni. Norrænir karlmenn höfða frekar til mín. Vestfjarðarvíkingar og sjóhundar eins og Önundur.

Beygingarmynd dagsins...
...ætti með réttu að vera þvoi en ég læt hana víkja fyrir beygingarmynd sem ég rakst á í gær; vöðvum

Engin ummæli: