mánudagur, júní 09, 2003

Opið hús...
...var niðri í M.R. í dag. Þar leiðbeindi ég ráðvilltum krökkum og ofuráhugasömum foreldrum um menntaskólaþorpið og reyndi að fiska nokkra busa. Það gekk ágætlega held ég. Fyrirkomulagið var svipað og í fyrra, Gettu betur liðið grillaði pulsur og hressa fólið spilaði bolta, hakký og fleira fyrir utan Íþöku.** Þar inni voru félagslífsfrömuðir með bása, en í kennslustofum skólans kynntu kennarar námsefnið. Ég er mjög ánægð með þessa nýtilkomnu hefð, en þetta var gert í fyrsta skipti í fyrra og gekk þá mjög vel. Ég var reyndar orðin dálítið þreytt í kjálkunum eftir allt blaðrið. Jafnframt braut ég "skólakynningarreglurnar" og leiddi nokkra krakka niður í Cösukjallara. Skólayfirvöld óttast víst að aðstaðan fæli krakkana frá skólanum, og kjósa því frekar að láta þau halda að MR-ingar hafi enga félagsaðstöðu yfir höfuð. Þessi stefna held ég að sé ekki að virka og styrktu viðbrögð krakkanna þá skoðun mína. Ég vona að við fáum góðan busaárgang í haust, þó MR-ingar geti seint talist eins öflugir í markaðsetningu og blessaður Vesslunarskólinn

Ég rakst...
...á dálítið á netinu í dag sem vakti athygli mína; Nemandi í 10.bekk sendi inn fyrirspurn um hverjum væri hleypt inn í MR. Þetta svar fékk hann:

Varðandi inntöku nýnema er farið eftir reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla. Þar eru tilgreind lágmarksviðmið inn á einstakar brautir. Nemendur eru teknir inn á grundvelli meðaltals samræmdra prófa og skólaprófa í
þeim 4 námsgreinum sem reglugerðin tiltekur. Einkunnamörkin eru breytileg milli ára og ráðast af aðsókn hverju sinni. Í fyrra var miðað við meðatalið 7,25 inn á málabraut og 7,5 inn á náttúrufræðibraut.


Hvers vegna þurfa náttúrufræðibrautarnemar að fá hærri einkunn? Sérstaklega þar sem aðeins eitt af þessum 4 fögum er raungrein en hin 4 tungumál, væri þá ekki eðlilegra að krefjast frekar hærri meðaleinkunnar inn á máladeild? Eða er bara yfir höfuð ekki hægt að krefjast þess af máladeildarnemum að þeir séu sérlega skynsamt fólk?

**Þetta er innsláttarvilla sem ég hyggst ekki leiðrétta vegna skemmtanagildis. Auðvitað var það hressa fólkið sem lék sér úti, en væri ekki áhugaverðara ef "hressa-fólið scolae" hefði verið fengið til að sprella í portinu?

Engin ummæli: