miðvikudagur, október 29, 2003

Í gærkvöldi datt ég inn í mitt viðtal í þættinum Mósaík á RÚV. Eftir nokkrar mínútur áttaði ég mig á því að ekki hafði verið sýnt hver var að taka viðtalið. Mér finnst áhugavert að bera þá sjónvarpsmennsku saman við starfshættina á Skjá einum, þar sem ekki er nokkuð leið að það fari fram hjá áhorfanda hver stjarnan í þættinum er. Nefnilega þáttastjórnandinn. Alveg er merkilegt hvað sumum á Skjá einum finnst gaman að glenna sitt eigið andlit í myndavélina, dragandi þar með athyglina frá viðmælandanum sem með réttu á að vera miðpuntkur þáttarins. Þessu hef ég sérstaklega tekið eftir hjá Dóru Takefusa, sem starfar þar reyndar ekki lengur, og Völu Matt. Mér finnst þetta alveg einstaklega leiðinleg og hallærisleg sjónvarpsmennska, en jafnframt undirstrikar hún það sem mér hefur fundist vera stefnuyfirlýsing Skjás eins að vissu leyti; að þar starfi þotuliðið.

Beygingarmynd dagsins: Ælist

Engin ummæli: