miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Leikhús
Á föstudaginn sá ég 1984 í uppfærslu Stúdentaleikhússins. Það kom mér á óvart hversu flott leikgerðin var, ég hafði satt best að segja ekki búist við svo góðri sýningu. Ég var hrifinn með strax á fyrstu mínútunni, því sýningin byrjaði á háværri tónlist með mjög þungum takti, og yfirleitt þarf ekki meira en taktfestu til að heilla mig. Leikurinn var misgóður, í heildina alveg þokkalegur, og sérlega ánægjulegt að sjá Magnús D.Nordal þurrka rykið af gömlum töktum. Því miður held ég að bara ein sýning sé eftir, en ég mælist til þess að fólk flykkist í umvörpum, sérstaklega þar sem miðaverð er litlar 500 kr. fyrir Háskólanema. (N.B. Miðasöludama biður ekki um neina staðfestingu á háskólanámi heldur tekur loforð um það gott og gilt.)

Annað kvöld er stefnan tekin í Þjóðleikhúsið á Ríkharð III, með bókmenntahópnum í skólanum. Svo vorum við amma að pæla í að fara saman á Með fulla vasa af grjóti. Hinsvegar sagði mamma að það væri leiðinleg sýning, eina neikvæða umsögnin sem ég hef heyrt um hana, svo mér þætti ágætt ef þeir sem hafa séð það gætu sagt mér sitt álit. Er þetta góð sýning?

Engin ummæli: