fimmtudagur, janúar 22, 2004

Aðgát skal höfð

Þegar yngri bróðir minn var í tölvunni um helgina heyrði ég óminn af því sem hann var að hlusta á; lagði Endaþarmsmök með morfíshljómsveitinni Three gees eða hvað sem þeir kalla sig. Ég skipti mér ekkert af því. Nema hvað. Seinna sama dag eru amma og þessi sami bróðir að raða inn í ísskápinn og þá heyri ég að hann sönglar, upp í eyrað á ömmu minn rúmlega sjötugri konunni, "Endaþarmsmök, ég vil endaþarmsmök. Það er ekki mín sök að ég vil endaþarmsmök..." Um kvöldið átti það sama sér stað þar sem við spiluðum fimbulfamb við mömmu og vinkonu hennar. Bróðirinn varðist hinsvegar allra saka þegar ég réðst að honum, sagðist ekki vera sjálfrátt, hann væri með lagið á heilanum. Lærið af þessu börnin góð.

Bækur:
Ég mæli með tveimur um þessar mundir, einni til að skæla yfir og annari til að pæla í. Þ.e. Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxnes (nema hvað) og Útlendingnum eftir Albert Camus. Frábærar báðar tvær.

Engin ummæli: