laugardagur, febrúar 14, 2004

Árshátíð

Eitthvað rámar mig í mín eigin drykkjulæti. Svona eftir á að hyggja hefði hvítvínsflaskan ein kannski verið nóg, fyrir manneskjuna sem ætlaði bara að taka því rólega þetta kvöld. Ég vona að enginn hafi hlotið skaða af ólátunum í mér. Til afsökunar minni ég á að árin mín eru enn ekki nema 18 að tölu og telst ég því fullgildur krakki, þannig get ég borið fyrir mig barnslegt dómgreindar -og þroskaleysi.

Neinei ég var nú kannski ekki svo slæm, miðað við ýmislegt, en samkvæmt eigin viðmiðum var þetta aðeins over-the-top svo að segja. Held þetta sé í annað skipti á ævinni sem ég drakk nægilega til að muna ekki nema einhverjar glefsur. Man bara að þegar svona fer, þá er ég gjörn á að blaðra einhverja vitleysu við eitthvað vesalings fórnarlamb sem ætti eiginlega að gera mér þann greiða að segja mér að þegja. Vonum öll að það gerist ekki aftur.

Takk fyrir.

Engin ummæli: