sunnudagur, apríl 18, 2004

Kórtónleikar

Ég fór með ömmu og pabba á tónleika MR-kórsins fyrr í kvöld og skemmti mér alveg rosalega vel. Krakkarnir í kórnum eru svo ossalega heilbrigðir og sætir, heilluðu mig alveg upp úr skónum.
Skyndilega varð ég svo alveg gagntekin af gömlu konunni sem sat fyrir framan mig. Hún var ósköp lítil og samanskroppin, með snjóhvítt hár og dillaði sér með tónlistinni. Sumar stelpur finna fyrir klingjandi eggjastokkum þegar þær sjá lítil börn. Ekki ég. Hinsvegar finn ég fyrir titrandi hjarta þegar ég sé gamalt fólk. Lítil börn hafa aldrei höfðað til mín í jafnmiklum mæli og gamalt fólk. Gamla konan fyrir framan mig fangaði athygli mína í lengri tíma. Svo þegar kórinn söng Maria úr West Side Story þá klökknaði ég, áttaði mig á að þetta var ekki alveg eðlilega hegðun og reyndi að stilla mig.
Ég á það til að fara að skæla sjálfri mér að óvörum. Í gær t.d. þegar ég var að lesa uppáhaldskaflann minn í Sjálfstæðu fólki ** inni á Íþöku. Svona er maður væminn að eðlisfari.

**Dreingurinn og löndin, úr 3.hluta, Erfiðir tímar.

Engin ummæli: