þriðjudagur, maí 18, 2004

Einhvern tíma tók ég meðvitaða ákvörðun um að forðast samskipti við fólk sem mér þykir ekki vera góðir karakterar. Það hefur sem betur fer ekki reynst mér erfitt að fylgja þessu eftir. Í því felst ekki að vera dónaleg eða leiðinleg við fólk sem mér líkar ekki, alls ekki. Ég bara sé ekki ástæðu til að umgangast fólk sem mér finnst ekki virðingar vert, en í stað þess að baktala það eða hneykslast á því finnst mér skynsamlegra að halda afskiptum mínum af því í lágmarki, ef ég get. Þeir sem ég umgengst mikið og hvers félagsskap ég sæki eftir geta þannig vitað að ég met þá mikils og tel þá vera gott og skynsamt fólk, þess virði að þekkja það.

Engin ummæli: