mánudagur, maí 10, 2004

Nefnilega

Ég hef löngum sveiflast á milli ástar og haturs á nefinu á mér. Mér var nefnilega úthlutað ansi fyrirferðamiklu nefi í vöggugjöf, a.m.k. nógu stóru til að systkini mín sæju ástæðu til að hía á það. Yfirleitt truflar það mig ekki, nema stundum þegar ég er að lesa. Nefið á nefnilega til að trufla sjónsviðið, vegna þess að þegar ég horfi niður í bók þá sé ég það mjög greinilega. Mér finnst þetta vandamál hafa vaxið í prófunum ef eitthvað er og er ekki frá því að nefið á mér hafi stækkað.** Ég held jafnvel að það muni innan skamms verða mér ofviða, svo líklegast er best að hætta lestri í dag og beina augunum eitthvert annað, eins og t.d. að bíótjaldi eða einhverju álíka.

**Hérna ætlaði ég að klykkja út með frábærum orðaleik um hver erfitt gæti orðið að vita lengra en nef mitt nær, og hversu illa það kæmi sér í prófunum o.s.frv. en hætti skiljanlega við.

Engin ummæli: