föstudagur, júlí 30, 2004

Wenn kinder und Narren zu Markte kommen, lösen die Krämer Geld.

Í fyrrasumar komu einhverjir spekúlantar með skjalatöskur í heimsókn í vinnuna mína og sannfærðu mig um að skrá mig í viðbótalífeyrissparnað Landsbankans. Núna í sumar kom svo voða smart par frá KB banka sem töldu mig á að skipta um banka því reikningurinn minn er í KB banka og þægilegra væri að hafa þetta á sama stað. Í gær hringdi Gunnar nokkur frá Landsbankanum í mig og útskýrði fyrir mér að ég hefði gert reginskyssu. Sölufulltrúinn frá KB banka myndi hirða af mér gjald fyrir færsluna í 8 mánuði og þar sem hagnaðurinn væri klárlega enginn væri ekkert skynsamlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni. Gunnar þessi var mjög sannfærandi og ég féllst á að skrifa undir afturköllunarbeiðni sem hann ætlar að senda mér. Sparnaðarleiðin sem KB bankaparið sýndi mér hljómaði voða vel, ég man ekkert afhverju, en Gunnar sagði mér að ég hefði "valið" dýrustu leiðina. Ég vissi ekki að það væri eitthvað val um mismunandi leiðir, þau sýndu mér bara þessa einu og þau buðust til að sjá um færsluna fyrir mig og nefndu ekki að því fylgdi 8 mánaða gjald. Ekki datt mér í hug að spyrja.

Niðurstaðan er sú að ég hef ekki hundsvit á fjármálum heldur læt hringsnúa mér eins og einhverjum asna. Ég get ekki haldið kunnáttulaus út í lífið sem fullorðin manneskja með enga fjármálakunnáttu í farteskinu. Ætli hætti ekki við fyrri áform og skrái mig í viðskiptafræði í HR.

Engin ummæli: