sunnudagur, nóvember 21, 2004

Næturbrölt II

Sjálfstætt framhald færslu frá janúar fyrr á þessu ári.

Atvik 1
Allt er með kyrrum kjörum og báðir aðiljar í fasta svefni.

Önni: (skyndilega) NEI HVAÐA HELVÍTIS!!
Una: (hrekkur upp) Ha?
Önni: Hmmm?
Una: Er ekki allt í lagi?
Önni: ZZZZ

Atvik 2
Mið nótt. Undirrituð snýr sér á hina hliðina í svefnrofunum.

Önni: (mjóróma) Halló?
Una: ....hæ?
Önni: Ég er hérna.

Atvik 3
Nýkomin í rúmið eftir bæjarrölt, Önni sofnar strax.

Una: Önni minn, værirðu nokkuð til í að liggja á hliðinnni?
Önni: Uuuu...Nei.
Una: Jú...þú hrýtur svo að ég get ekki sofið.
Önni: Niiiiihh.
Una: Jú í alvöru, þú hrýtur svo hátt.
Önni: Niiiihh.
Una: Viltu leggjast á hliðina?
Önni: (réttir fram höndina í myrkrinu) Gif mí fæv

Sem fyrr kannast gerandinn ekki við neitt þegar hann vaknar til vitundar.

Engin ummæli: