Leiðrétting
Háskólanemarnir sjálfsánægðu sem tóku þátt í könnunnunni stunda nám við Háskólann í Reykjavík en ekki H.Í. Rétt skal vera rétt.
Viti lesendur um hentugan sumarbústað/félagsheimili fyrir 20 manna bekk til að leigja eina nótt, endilega látið mig vita. Æskilegt þykir að hann sé ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu, ekki of þröngur né dýr auk þess sem heitur pottur þykir stór plús.
Beygingarmynd dagsins: maked
Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
föstudagur, janúar 30, 2004
mánudagur, janúar 26, 2004
Ofvitar eða einfeldningar?
Í útvarpsfréttum Rásar 2 um helgina heyrði ég að um 40% laganema og tæp 60% viðskiptafræðinema í Háskóla Íslands telji sig tala ensku á við innfædda. Þetta þótti mér skemmtileg frétt þó svo hún kæmi mér lítið á óvart. Enskuhroki Íslendinga er alveg merkilegur. Mér er spurn hvort þetta menntafólk í Háskólanum hafi aldrei þurft að láta reyna á enskuna, nema yfir dægurmenningu í sjónvarpinu. Svo velti ég því fyrir mér hvort þetta væru einfaldlega bjánar sem sátu fyrir svörum. Allavega er nokkuð ljóst að Íslendingar upp til hópa ofmeta gróflega eigin enskukunnáttu og gera frá því strax í byrjun 7.bekkjar þegar allir telja sig betri en kennarann. Mér þætti gaman að sjá þessa laga-og viðskiptafræðinema ræða við einhvern sem hefur ensku að móðurmáli, um eitthvað ögn sérhæfðara en daginn og veginn. Sjá hversu tæmandi enskukunnáttan er þegar tala á reiprennandi um hvaða málefni sem er. Að lokum vil ég minna ykkur, kæru lesendur, á að fæst ykkar eruð jafngóð í ensku og þið haldið.
Í útvarpsfréttum Rásar 2 um helgina heyrði ég að um 40% laganema og tæp 60% viðskiptafræðinema í Háskóla Íslands telji sig tala ensku á við innfædda. Þetta þótti mér skemmtileg frétt þó svo hún kæmi mér lítið á óvart. Enskuhroki Íslendinga er alveg merkilegur. Mér er spurn hvort þetta menntafólk í Háskólanum hafi aldrei þurft að láta reyna á enskuna, nema yfir dægurmenningu í sjónvarpinu. Svo velti ég því fyrir mér hvort þetta væru einfaldlega bjánar sem sátu fyrir svörum. Allavega er nokkuð ljóst að Íslendingar upp til hópa ofmeta gróflega eigin enskukunnáttu og gera frá því strax í byrjun 7.bekkjar þegar allir telja sig betri en kennarann. Mér þætti gaman að sjá þessa laga-og viðskiptafræðinema ræða við einhvern sem hefur ensku að móðurmáli, um eitthvað ögn sérhæfðara en daginn og veginn. Sjá hversu tæmandi enskukunnáttan er þegar tala á reiprennandi um hvaða málefni sem er. Að lokum vil ég minna ykkur, kæru lesendur, á að fæst ykkar eruð jafngóð í ensku og þið haldið.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Aðgát skal höfð
Þegar yngri bróðir minn var í tölvunni um helgina heyrði ég óminn af því sem hann var að hlusta á; lagði Endaþarmsmök með morfíshljómsveitinni Three gees eða hvað sem þeir kalla sig. Ég skipti mér ekkert af því. Nema hvað. Seinna sama dag eru amma og þessi sami bróðir að raða inn í ísskápinn og þá heyri ég að hann sönglar, upp í eyrað á ömmu minn rúmlega sjötugri konunni, "Endaþarmsmök, ég vil endaþarmsmök. Það er ekki mín sök að ég vil endaþarmsmök..." Um kvöldið átti það sama sér stað þar sem við spiluðum fimbulfamb við mömmu og vinkonu hennar. Bróðirinn varðist hinsvegar allra saka þegar ég réðst að honum, sagðist ekki vera sjálfrátt, hann væri með lagið á heilanum. Lærið af þessu börnin góð.
Bækur:
Ég mæli með tveimur um þessar mundir, einni til að skæla yfir og annari til að pæla í. Þ.e. Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxnes (nema hvað) og Útlendingnum eftir Albert Camus. Frábærar báðar tvær.
Þegar yngri bróðir minn var í tölvunni um helgina heyrði ég óminn af því sem hann var að hlusta á; lagði Endaþarmsmök með morfíshljómsveitinni Three gees eða hvað sem þeir kalla sig. Ég skipti mér ekkert af því. Nema hvað. Seinna sama dag eru amma og þessi sami bróðir að raða inn í ísskápinn og þá heyri ég að hann sönglar, upp í eyrað á ömmu minn rúmlega sjötugri konunni, "Endaþarmsmök, ég vil endaþarmsmök. Það er ekki mín sök að ég vil endaþarmsmök..." Um kvöldið átti það sama sér stað þar sem við spiluðum fimbulfamb við mömmu og vinkonu hennar. Bróðirinn varðist hinsvegar allra saka þegar ég réðst að honum, sagðist ekki vera sjálfrátt, hann væri með lagið á heilanum. Lærið af þessu börnin góð.
Bækur:
Ég mæli með tveimur um þessar mundir, einni til að skæla yfir og annari til að pæla í. Þ.e. Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxnes (nema hvað) og Útlendingnum eftir Albert Camus. Frábærar báðar tvær.
laugardagur, janúar 17, 2004
Pöpullinn brýst inn í kúltúrinn
Áðan fór ég með mömmu, ömmu, yngri systkinum mínum og fjölskylduvinkonu í Kolaportið vegna þess að við vorum búin með harðfiskinn okkar. Þar fundum við meiri harðfisk og einnig laumaði amma á sig úldnum hákarli. Á þessu gæddum við okkur í bílnum þegar mamma byrjaði á ræðunni um að við ættum nú að fara oftar á söfn og menningarviðburði. T.d. á sýningu Ólafs Elíasarsonar í Listasafni Reykjavíkur** Þegar við komum á staðinn var þar stanslaus straumur af fólki og í dyrunum mættum við Ólafi Ragnari Grímssyni. Mér sýndist að þetta hlyti eiginlega að vera opnunardagur og eflaust boðssýning. Mamma sagði hinsvegar að það skipti engu máli, við skyldum á þessa sýningu og ekkert með það. Svo dreifði hún tyggjói á línuna svo við önguðum minna af harðfiski. Skemmst er frá því að segja að þarna voru staddar allar glansmyndir Íslands. Þegar við höfðum gengið góðan hring spurði amma hvort verið væri að hafa okkur að fíflum, henni leist ekki betur en svo á sýninguna. Ég rétti henni kampavínsglas til að kæfa hákarlslyktina af henni og brosti kurteisislega til Björgólfs eldri. Mér þótti þetta alltsaman afskaplega fyndið, en enginn gerði athugasemd við veru okkar þarna svo ætli það sé ekki bara ég sem er of snobbuð til að geta litið á fjölskylduna mína sem "fínt fólk".
**Sló fyrst óvart inn "Lostasafni Reykjavíkur". Áhugavert.
Beygingarmynd dagsins: Gruggugu
Áðan fór ég með mömmu, ömmu, yngri systkinum mínum og fjölskylduvinkonu í Kolaportið vegna þess að við vorum búin með harðfiskinn okkar. Þar fundum við meiri harðfisk og einnig laumaði amma á sig úldnum hákarli. Á þessu gæddum við okkur í bílnum þegar mamma byrjaði á ræðunni um að við ættum nú að fara oftar á söfn og menningarviðburði. T.d. á sýningu Ólafs Elíasarsonar í Listasafni Reykjavíkur** Þegar við komum á staðinn var þar stanslaus straumur af fólki og í dyrunum mættum við Ólafi Ragnari Grímssyni. Mér sýndist að þetta hlyti eiginlega að vera opnunardagur og eflaust boðssýning. Mamma sagði hinsvegar að það skipti engu máli, við skyldum á þessa sýningu og ekkert með það. Svo dreifði hún tyggjói á línuna svo við önguðum minna af harðfiski. Skemmst er frá því að segja að þarna voru staddar allar glansmyndir Íslands. Þegar við höfðum gengið góðan hring spurði amma hvort verið væri að hafa okkur að fíflum, henni leist ekki betur en svo á sýninguna. Ég rétti henni kampavínsglas til að kæfa hákarlslyktina af henni og brosti kurteisislega til Björgólfs eldri. Mér þótti þetta alltsaman afskaplega fyndið, en enginn gerði athugasemd við veru okkar þarna svo ætli það sé ekki bara ég sem er of snobbuð til að geta litið á fjölskylduna mína sem "fínt fólk".
**Sló fyrst óvart inn "Lostasafni Reykjavíkur". Áhugavert.
Beygingarmynd dagsins: Gruggugu
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Næturbrölt
Atvik 1
Undirrituð vaknar við að Önni er að tala
Önni: Er einhver bók þarna?
Una: Hvað segirðu?
Önni (æsir sig): Er einhver bók þarna?
Una: Hvaða bók...hvar?
Önni (enn hærra) ER EINHVER BÓK?
Una: (Þreifar á gólfinu) Nei það er engin bók.
Önni (snýr sér á hina hliðina) jæja það var gott.
Atvik 2
Vekjaraklukkan hringir
Una: Jæja Önni minn
Önni: Mmmmbled
Una: Ha?
Önni: Varstu ekki að segja að þetta verk væri samið fyrir píanó?
Atvik 3
Í jólafríinu.
Una: Jæja klukkan er bara orðin tólf
Önni: (metnaðarfullur) Já þá getum við haldið áfram
(snýr sér á hina hliðina)
Atvik 4
Undirrituð vaknar um miðja nótt við að ýtt er við henni
Önni: Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Ha?
Önni: (æsir sig) Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Út á gólf...af hverju?
Önni: (enn hærra) ÉG ÞARF AÐ KOMAST ÚT Á GÓLF!
Undirrituð rís upp og Önni fer út á gólf. Þess má geta að úr rúminu er vel hægt að komast út á gólf án þess að rúmfélagi þurfi að færa sig.
Öllum atvikum hefur gerandinn gleymt algjörlega þegar hann kemst til meðvitundar.
Atvik 1
Undirrituð vaknar við að Önni er að tala
Önni: Er einhver bók þarna?
Una: Hvað segirðu?
Önni (æsir sig): Er einhver bók þarna?
Una: Hvaða bók...hvar?
Önni (enn hærra) ER EINHVER BÓK?
Una: (Þreifar á gólfinu) Nei það er engin bók.
Önni (snýr sér á hina hliðina) jæja það var gott.
Atvik 2
Vekjaraklukkan hringir
Una: Jæja Önni minn
Önni: Mmmmbled
Una: Ha?
Önni: Varstu ekki að segja að þetta verk væri samið fyrir píanó?
Atvik 3
Í jólafríinu.
Una: Jæja klukkan er bara orðin tólf
Önni: (metnaðarfullur) Já þá getum við haldið áfram
(snýr sér á hina hliðina)
Atvik 4
Undirrituð vaknar um miðja nótt við að ýtt er við henni
Önni: Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Ha?
Önni: (æsir sig) Ég þarf að komast út á gólf!
Una: Út á gólf...af hverju?
Önni: (enn hærra) ÉG ÞARF AÐ KOMAST ÚT Á GÓLF!
Undirrituð rís upp og Önni fer út á gólf. Þess má geta að úr rúminu er vel hægt að komast út á gólf án þess að rúmfélagi þurfi að færa sig.
Öllum atvikum hefur gerandinn gleymt algjörlega þegar hann kemst til meðvitundar.
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Persónulegur örannáll ársins 2003
Óvæntasta ánægjan:
Vel heppnuð skyndi-Parísarferð með vikufyrirvara.
Mestu vonbrigðin:
Að fá bara 7,5 í jólaprófinu í sögu/félagsfræði. Já mér fannst það skítt! Auk þess voru reyndar líka nokkur vonbrigði hve fáir af mínum félögum fóru í 5.bekkjar ferðina.
Mesta lífsreynslan:
Sumarvinnan á Víðinesi, fyrsta vinnan sem var bæði skemmtileg, gefandi og skaplega launuð.
Dugnaðurinn:
Að fara tvisvar til útlanda um sumarið en eiga samt 170.þúsund kr. eftir í byrjun skólaársins.
Fullorðinslegasti verknaðurinn:
Fyrsti yfirdráttur ævinnar tekinn. Bankakonan ætlaði fyrst ekki að leyfa mér það, teljandi mig vera of unga.
Ólíklegasta framapotið:
Að gerast bekkjarráðsmaður. Hafði aldrei ætlað mér slíka vitleysu, en það reyndist ekkert svo slæmt.
Sveittustu stundirnar:
Bátsferðirnar til og frá Santorini, Aþenu og Sanmaria. Mikið klístur, mikið ryk, mikill pirringur, sofið á gólfinu. Mjög eftirminnilegt.
Mestu hrakfarirnar:
Að vera svo gott sem kastað að heiman í nokkrar vikur þegar herbergið mitt var tæmt og því breytt í þvottageymslu.
Erfiðasta fréttin:
Þegar afi greindist skyndilega með krabbamein sem mun líklegast ríða honum að fullu innan árs. Hættið að reykja krakkar!
Mestu mistökin/Eftirsjáin:
Að biðja ömmu og afa um að vera í samband við mig um sumarferð vestur á firði, en beila síðan á þeim og missa þar með síðasta tækifærið til að ferðast með afa eins og í þá gömlu, góðu.
Uppskeran:
Að hafa kynnst góðu fólki enn betur og styrkt ýmis vináttubönd. + að fá 3x9,5 á jólaprófunum.
2003 var hið prýðilegasta ár, ég vil þakka öllum þeim sem deildu því með mér og jafnframt óska ykkur farsældar etc.
Óvæntasta ánægjan:
Vel heppnuð skyndi-Parísarferð með vikufyrirvara.
Mestu vonbrigðin:
Að fá bara 7,5 í jólaprófinu í sögu/félagsfræði. Já mér fannst það skítt! Auk þess voru reyndar líka nokkur vonbrigði hve fáir af mínum félögum fóru í 5.bekkjar ferðina.
Mesta lífsreynslan:
Sumarvinnan á Víðinesi, fyrsta vinnan sem var bæði skemmtileg, gefandi og skaplega launuð.
Dugnaðurinn:
Að fara tvisvar til útlanda um sumarið en eiga samt 170.þúsund kr. eftir í byrjun skólaársins.
Fullorðinslegasti verknaðurinn:
Fyrsti yfirdráttur ævinnar tekinn. Bankakonan ætlaði fyrst ekki að leyfa mér það, teljandi mig vera of unga.
Ólíklegasta framapotið:
Að gerast bekkjarráðsmaður. Hafði aldrei ætlað mér slíka vitleysu, en það reyndist ekkert svo slæmt.
Sveittustu stundirnar:
Bátsferðirnar til og frá Santorini, Aþenu og Sanmaria. Mikið klístur, mikið ryk, mikill pirringur, sofið á gólfinu. Mjög eftirminnilegt.
Mestu hrakfarirnar:
Að vera svo gott sem kastað að heiman í nokkrar vikur þegar herbergið mitt var tæmt og því breytt í þvottageymslu.
Erfiðasta fréttin:
Þegar afi greindist skyndilega með krabbamein sem mun líklegast ríða honum að fullu innan árs. Hættið að reykja krakkar!
Mestu mistökin/Eftirsjáin:
Að biðja ömmu og afa um að vera í samband við mig um sumarferð vestur á firði, en beila síðan á þeim og missa þar með síðasta tækifærið til að ferðast með afa eins og í þá gömlu, góðu.
Uppskeran:
Að hafa kynnst góðu fólki enn betur og styrkt ýmis vináttubönd. + að fá 3x9,5 á jólaprófunum.
2003 var hið prýðilegasta ár, ég vil þakka öllum þeim sem deildu því með mér og jafnframt óska ykkur farsældar etc.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)