Góður draumur maður
Mig dreymdi að nýtt spil, eða leikur kannski öllu heldur, kom á markaðinn. Þáttakendur voru tveir og plottið eftirfarandi:
Annar "keppandinn" var tengdur við púlsmæli nokkurs konar, sem greindi hjartslátt, blóðstreymi og önnur líkamleg einkenni. Hinn "keppandinn" studdist við litla bók sem fylgja átti eftir. Í henni voru leiðbeiningar um hvernig mætti koma púlsmælda keppandanum til; ýmsum aðferðum, í formi líkamssnertinga, orða osfrv, átti að beita til að æsa þann mælda kynferðislega. Árangurinn kom fram á mælinum og í samræmi við hann gaf bókin nánari leiðbeiningar. Þótti þetta skilvirkur og sneðugur leikur.
Ég er ekki frá því að guð hafi í nótt gefið mér góða bissnesshugmynd til að hagnast á fyrir næstu jól.
Beygingarmynd dagsins: Rignd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli