mánudagur, janúar 03, 2005

Rústíkusans desperasjón

Sunnudagskvöld og úti hylur kafaldsbylur hægð og lægð. Kvöldin eru kaldlynd í Mosfellsbænum, sérstaklega þegar síga tekur á seinni hluta hátíðanna og afgangarnir eru óðum að klárast. Eftir margra daga ofát er yngri kynslóðinn í Akurholti 19 hinsvegar orðin góðu vön og líkaminn grátbiður um næsta kolvetnaskammt. Aftur á móti er komin snjóhvít rauðanótt og því fátt um fína drætti í póstnúmeri 270. Þá er lítið annað að gera en að dúða sig í úlpur og ullarsokka, sópa af jeppanum og skrölta til Reykjavíkur að kaupa snakk, kók og ídýfu.

Engin ummæli: