Lenska?
Ýmsar bækur í eigu minni eru klæddar þar til gerðri utanyfirkápu, sem mér skilst að sé til hlífðar. Reyndar held ég að ég sé ekki ein um að fjarlægja "hlífðar"kápurnar á meðan bækurnar eru brúkaðar, þ.e. við lestur, og að smeygja þeim svo á aftur að honum loknum. Þar með hlýtur hlífðarpælingin eiginlega að vera ómerk, eða hvað, því varla þarfnast bækurnar mikillar verndar á meðan þær standa óhreyfðar í hillunni? Í flestum tilfellum taka svo bækurnar sig betur út í hillu án aukakápunnar. Hvaða hlutverki gegnir hún þá eiginlega? Nú var ég að endurraða lauslega í bókahilluna mína og alltaf grípur mig sama fagurfræðilega löngunin til að henda þessu pappírsdrasli, en samt fæ ég mig aldrei til þess. Ég veit ekki alveg hver lenskan er í þessum efnum, stundar fólk það almennt að losa sig við kápurnar? Ég veit hvernig staðan er með bækur Halldórs Laxness, en hvað með aðrar bækur sem ekki hafa verið upphafnar sem stofustáss? Má ég eða má ég ekki henda kápunum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli