fimmtudagur, janúar 20, 2005

"Una 12 ára, belja"

Á fermingarári mínu í grunnskóla vildi svo óheppilega til að ég lenti í útistöðum við aðalgelluna í árganginum. Að vísu var ég ekki fullviss um minn þátt í þessum hagsmunaárekstri, en ég hafði reyndar gerst svo djörf að tala, kannski fullmikið, við kærastann hennar. Hann sat enda fyrir framan mig í flestum tímum, í hraðferðarbekknum, á meðan hún neyddist til að eyða skóladeginum víðsfjarri honum, í miður hægari yfirferð. (Sem gárungarnir kölluðu lágum rómi tossabekk, svei þeim!) Nema hvað, framkoma mín var greinilega ólíðanleg og tók út fyrir allan þjófabálk þegar ég gerðist svo djörf að fá hrós frá kærastanum fyrir sögu ég hafði skrifað, og íslenskukennarinn vildi lesa upp fyrir bekkinn. (Sú var tíðin) Ég taldi að vísu ekki að ég gæti raunverulega verið ógn við þessa stelpu og þeirra samband, kannski fannst henni það ekki heldur en vildi bara skemmta sér, hver veit. Allavega þá ákvað hún að taka til sinna ráða og sendi eina af undirlægjum sínum með hótunarbréf til mín, stíluð á "Unu 12 ára, belju". Þessi saga hefur alltaf vakið góðar undirtektir þegar ég segi hana, en mig hefur alltaf vantað rúsínuna, þ.e. bréfin tvö. Ég ákvað þess vegna að grafa þau upp (því að sjálfsögðu geymdi ég þau) til birtingar. Því miður get ég ekki birt hinar áhrifamiklu myndskreytingar sem með fylgdu, en það er svona.

Bréf 1
"Una! EF ÞÚ LÆTUR EKKI ***** Í FRIÐI ÞÁ SEGI ÉG ********* OG HÚN KEMUR OG KÝLIR ÞIG!!! ÞANNIG AÐ "BEWARE". HÓRATUSSAMELLAPÍKUHÓRULESSAN ÞÍN. ÞÚ ERT SVÍN. ÞÚ GETUR BYRJAÐ MEÐ HONUM ******* EN EKKI ***** TUSSAN ÞÍN."

Bréf 2
"Nú ert þú í vondum MÁLUM. Ef þú lætur hann ekki í friði þá hika ég ekki við að drepa þig. HÓRA!"

Ég biðst afsökunar á óhefluðu orðfæri sem birtist í þessari færslu. Lesendum til huggunar get ég sagt að ekkert varð úr þessum stóru orðum, annað en efniviður í góða sögu.

Engin ummæli: