föstudagur, janúar 28, 2005

Lingo

Á þeysireið minni um internetið fann ég áhugaverða síðu sem birti vangaveltur um lífið og tilveruna. Þegar leið á lesturinn kom þó í ljós að þessar vangaveltur voru ekkert sérstaklega almennar, heldur virtust þær allar hverfast um vissan lífstíl. Líklega var síðan ætluð fólki kunnugu þessum kúltur, því ég a.m.k. átti erfitt með að átta mig á hugtökunum í eftirfarandi spurningum:

"Would you Top a member of the sex that you wouldn't do the vanilla thing with? Would you bottom to a member of the sex that you wouldn't do the vanilla thing with? How come?"

"What's this thing about Tops wanting to top Tops?"

"Do former bottoms make the best Tops?"

"What's up with those 'scene names' that pansexual players seem to have?"

Ég hef gaman af fagmálum, hvort sem þau eru bundin við atvinnulífið, fræði eða menningu. Í þessu tilfelli finnst mér sérlega skemmtilegt hvernig hið sakleysislega orð "vanilla" hefur yfir sér ótrúlega dónalegan blæ. Er einhver sérfróður lesandi sem getur upplýst mig?

Engin ummæli: