þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Meira af útvarpi

Að morgunvakt Rásar 2 lokinni skipti ég yfir á X-Fm um daginn, í von um að heyra tónlist. Þar datt ég hinsvegar inn í samtal þriggja útvarpsmanna, sem tjáðu sig um Íraksstríðið. Þeir voru sko ekki sáttir við þetta fokkin rugl, hvorki við ákvörðun ut og fors sem lið í varnarsamning við Bandaríkin, né heldur við auglýsinguna í New York Times. Samkvæmt þeirra bestu heimildum kostaði hún einhverjar 70 milljónir, sem þeir voru eðlilega ekki sáttir við. Þeir sáu heldur ekki fram á að Palestínumenn myndu nokkurn tíma lesa þessa auglýsingu, fyrst hún var birt, væntanlega af fullkominni vanhugsun, í bandarísku blaði. Þeir voru samt sammála um það, að ef þeir væru Palestínumenn í Írak yrðu þeir bara fokkin reiðir yfir þessu öllu saman.

Það er svo dýrmætt að geta nýtt þessar mínútur, í upphafi vinnudags, til að fræðast og njóta skynsamlegrar umræðu í ljósvakamiðlum landsins.

Engin ummæli: