mánudagur, mars 07, 2005

Þjóðvegarómantík

Ég er gjörn á að gleyma hversu lítið þetta sker okkar er. Á leið til London fékk ég aðeins fyrir hjartað þegar við flugum í blíðskaparveðri yfir Reykjavík. Að hugsa sér að allur minn hversdagsheimur og daglega líf skuli vera innan þessa pínulitla kjarna. Reykjavík séð úr lofti er agnarsmá, brotabrot af jörðinni. Það er bara hlægilegt að maður skuli eyða svona mörgum árum á svona litlu svæði og miða heiminn út frá því.

Nú er vorið samt að koma. Óvíst er hvort ég hef tök á því að komast til útlanda, en stefnan er að ferðast ekki minna núna en í fyrrasumar. Þá voru Snæfellsnesið og Vestfirðirnir þræddir að mestu (Þótt enn hafi ég ekki heimsótt hinar langþráðu Hornstrandir.) Spurning um að kíkja aftur á Austfirðina í sumar, þangað hef ég ekki farið í 5 ár.




Já mig langar út á land. Ég er farin að sakna malarveganna.

Engin ummæli: