
Þá get ég loksins sett ebay á ís því ég hef nú svalað þörfinni fyrir að prófa að kaupa eitthvað þar. Þennan forláta kjól "vann" ég, og mun borga alls 48$ fyrir þann sigur. Að viðbættum tollum eða álagningu eða hvað þetta heitir hérna heima. Grunnverðið með sendingarkostnaði er því 3000kr, svo þetta ætti alls ekki að fara upp fyrir 5 þús. í heildina. Þessi er að vísu ekki eins fallegur og sá hinn fyrri sem ég missti af um daginn, eða þessi hérna:

Ég trega þennan í huganum. En það verður að hafa það, nú er bara að sjá hvort sá doppótti reynist svo vera allt of þröngur, víður, ljótur eða drasl. Spennandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli