Lilla
Mér til mikillar hrellingar hefur nú komið í ljós að hæð mín er heilum 3 sentímetrum lægri en ég hef staðið í trú um, undanfarin ár. Áfallið er mikið og vonbrigðin sár. Þetta þýðir líka að þyngd mín er ekki eins hlutfallslega ásættanleg og áður, svo líklega þarf eitt kíló að fjúka fyrir hvern sentímeter. Auk þess þarf ég að endurskoða sjálfsmynd mína og tjasla henni saman frá grunni. Almáttugur, en sú mæða.
Beygingarmynd dagsins: kraðakið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli